Ypsilon

Andrés Þór. Ypsilon. Reykjavík: Dimma, 2016.

Gítarleikarinn og tónsmiðurinn Andrés Þór sendir frá sér fimmtu plötu sína um þessar mundir. Platan nefnist Ypsilon og á henni leika ásamt Andrési þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Richard Andersson á kontrabassa og Ari Hoenig á trommur. Á plötunni eru níu frumsamin verk eftir Andrés Þór. Tónlistin á Ypsilon er fjölbreytt og sver sig í ætt við fyrri verk höfundarins.