Svif

Agnar Má Magnússon. Svif. Reykjavík: Dimma, 2016.

Frumsamin ný tónlist eftir Agnar Má Magnússon sætir ætíð tíðindum meðal jazzunnenda. Þessi geisladiskur var hljóðritað í Salnum í Kópavogi í byrjun júní. Ásamt Agnari Má,  sem leikur á píanó, leika þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og  Scott McLemore á trommur.  Kjartan Kjartansson sá um hljóðritun, hljóðblöndun og hljómjöfnun á plötunni, en hönnun umslags var í höndum Högna Sigurþórssonar.