Umbra

Tónlistarhópurinn Umbra var stofnaður árið 2014 og er skipaður tónlistarkonum sem allar hafa brennandi áhuga á fornri tónlist jafnt þeirri nýju. Ólíkar víddir þessarar tónlistar eru kannaðar í eigin útsetningum hópsins og í spuna, og hefur hópurinn skapað sinn eigin hljóðheim sem kalla mætti tímalausan.

Umbra er þannig skipuð: Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur, Arngerður María Árnadóttir, keltnesk harpa, indverskt harmóníum og söngur, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, barokkfiðla og söngur, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngur og slagverk.