Hending

Agnar Már Magnússon & Lage Lund. Hending. Reykjavík: Dimma, 2018.

Agnar Már Magnússon tónskáld og píanóleikari hljóðritaði nýja frumsamda jazztónlist á vordögum 2018 í hljóðverinu Systems Two í Brooklyn, New York. Um er að ræða samleik Agnars Más og norska gítarleikarans Lage Lund, sem hefur um árabil starfað vestanhafs með mörgum af þekktustu jazztónlistamönnum samtímans.

Á Hendingu er níu lög, öll eftir Agnar Má. Um hljóðritun, hljóðblöndun og hljómjöfnun á plötunni sá Mike Marciano, en hönnun umslags var í höndum Högna Sigurþórssonar.