Milli trjánna

Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna Gyrðis Elíassonar sem færðu honum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011. Bókin hefur verið þýdd og gefin út víða og borið hróður höfundarins milli landa. Dimma sendir frá sér nýja kiljuútgáfu af þessari verðlaunabók  sem var fyrst gefin út árið 2009 hjá Uppheimum.

Í sögunum 47 bregður fyrir ýmis konar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminingum og framtíðarsýnum, auk þeirrar ísmeygilegu fyndni sem margir kannast við úr verkum hans. Sögurnar eru þess eðlis að þær má lesa oftar en einu sinni og eins víst að lesandinn uppgötvi eitthvað nýtt í hvert skipti.