Ahoy! Side A.

Svavar Knútur. Ahoy! Side A. Reykjavík: Dimma, 2018.

Ahoy! Side A er sjötta sólóplata Svavars Knúts. Tvö lög af henni hafa þegar notið mikilla vinsælda á Rás 2, Morgunn og Here Comes the Hurting.  Platan kom út fyrir skemmstu í Þýskalandi og hefur hlotið mjög góðar viðtökur þar.

Auk Svavars Knúts, sem syngur og leikur á gítar, ukulele og píanó, eru meðal flytjenda Daníel Helgason á gítar, Örn Ýmir Arason á bassa, Steingrímur Teague á píanó og hljómborð og Bassi Ólafsson á trommur, slagverk og hljóðgervla.