Svavar Knútur söngvaskáld hefur getið sér gott orð bæði sem söngvari/gítarleikari og lagasmiður, en einnig sem forsprakki hljómsveitarinnar Hrauns. Undanfarin misseri hefur hann gert víðreist bæði heima og erlendis og m.a. farið í lengri tónleikaferðir um Þýskaland og Ástralíu, en styttri tónleikaferðir og stakir tónleikar verið í Bretlandi, Frakklandi, Danmörku, Svíþjóð og Kanada. Hraun hefur hljóðritað og gefið út tvo geisladiska: I can´t believe it´s not happiness (Dimma 2007) og Silent Treatment (Dimma 2008). Fyrsta sólaplata Svavars Knúts Kvöldvaka kom út í takmörkuðu upplagi 2009 og var einungis seld á tónleikum. Hún seldist fljótlega upp og var endurútgefin fyrir almennan markað í ársbyrjun 2010. Meira um Svavar Knút á MySpace og Facebook. Ennfremur myndefni á YouTube.