Önnur sólóplata Svavars Knúts, hljóðrituð á stofutónleikum í október 2010. Á tónleikunum flutti Svavar ýmis lög sem hann hefur tekið ástfóstri við í gegnum tíðina, en plötuna tileinkar hann ömmum sínum þar sem lögin eru flest komin til ára sinna og hafa verið sungin af eldri kynslóðum. Öll lögin nema eitt eru í útsetningum söngvaskáldsins sem leikur ýmist undir á gítar eða ukulele, en í einu lagi kemur píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson við sögu og í öðru lagi ljá Karítur Íslands raddir sínar til að auka á blæbrigðin. Að öðru leyti er hér um hreinræktaða trúbadúrplötu að ræða og lifandi upptöku. Meðal söngva á diskinum eru Kvöldið er fagurt, Draumalandið, Sofðu unga ástin mín, Næturljóð úr Fjörðum og nýtt lag Svavars við Álfareiðina.
Hér að neðan má hlýða á plötuna.
Ef þið kunnið að meta plötuna er alveg kjörið að fjárfesta í henni. Verð: 2.500 kr.
Hér er pöntunareyðublað Dimmu