„Ein besta barnaplata sem út hefur komið síðustu ár.“ Krúsilíus, Argintæta, Snigillinn, Hákarlinn og allir hinir vinir okkar. Platan hlaut viðurkenningu IBBY á Íslandi 1999. Heillar bæði börn og fullorðna. Flytjendur: Anna Pálína, Aðalsteinn Ásberg, Gunnar Gunnarsson, Pétur Grétarsson og Gunnar Hrafnsson. Myndskreytingar eftir Sigrúnu Eldjárn.
Efni:
1. Krúsilíus
2. Drippedí-dripp, droppedí-dropp
3. Hvínandi vindur
4. Strákurinn sem fauk út í veður og vind
5. Ég er snigill
6. Bland í poka
7. Hákarlinn í hafinu
8. Eldurinn
9. Sagan af Argintætu
10. Kónguló
11. Kvæði um gamla staura
12. Berrössuð á tánum
13. Óskastund
‘utgáfuár: 1998
Lög og textar: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, nema lag við Óskastund: Anna Pálína Árnadóttir
Sögur: Anna Pálína Árnadóttir
Umsagnir:
„Eftir að hafa hlustað á plötuna dregur blaðamaður þá ályktun að hún sé einkar hentug fyrir börn á þessum aldri (4-5 ára), en veit samt til þess að börn frá tveggja ára aldri eru yfir sig hrifin og sumar átta ára stelpur raula með þegar stóri bróðir sér ekki til. Enda er platan gerð af miklum metnaði og alúð. Börn eiga aðeins það besta skilið og sú hugsun hefur greinilega svifið yfir vötnunum við gerð plötunnar.“ (DÓH – Mbl. 17.12.1998)
„Lagið um Krúsilíus gefur góða mynd af heildarsvip disksins sem er glaður, fjörugur og hugmyndaríkur, barnalegur í orðsins bestu merkingu. Höfundar hafa skemmtilegt auga fyrir því smáa, eins og börn, og syngja fallega um bæði snigil og kónguló, vindinn, eldinn og rigninguna. Kvæðin eru bráðsnjöll þegar best lætur, oftast vel skiljanleg ungum eyrum án þess að fórna bragreglum eða sniðugheitum…. Berrössuð á tánum er þannig hvort tveggja óþæg og þæg, djörf og pen, eins og titillinn gefur til kynna. Hvort tveggja höfðar náttúrlega til barna og þrátt fyrir boðskapinn eru sögurnar bráðskemmtilegar og listilega sagðar…. Að lokum ber að þakka þann metnað sem lagður er í útlit disksins. Sigrún Eldjárn myndskreytir bæði umslag og textabók og glæða frábærar myndir hennar söngtextana enn meira lífi.“ (SG – DV 7.10.1998)