Hjörtur Pálsson: Ljóðasafn

Hjörtur Pálsson skáld, útvarpsmaður og prestur, gaf út fyrstu ljóðabók sína, Dynfaravísur, árið 1972 og hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka síðan og ótal þýðingar.

Dimma hefur nú gefið út heildarsafn frumortra ljóða Hjartar. Safnið hefur að geyma allar útgefnar ljóðabækur skáldsins, fimm að tölu, auk verðlaunaljóðsins Nótt frá Svignaskarði sem kom út sérprentað, og ennfremur nýja ljóðabók, sem nefnist Ísleysur, með ljóðum frá síðustu tveimur áratugum.