Norman Maclean: Þar sem áin streymir

Norman Maclean. Þar sem áin streymir. Reykjavík: Dimma, 2018.

Norman Maclean (1902-1990) skrifaði aðeins örfáar sögur en telst engu að síður einn af meisturum smásögunnar. Þar sem áin streymir er í rauninni löng smásaga, nóvella, og í henni er engu ofaukið. Skúli Björn Gunnarsson íslenskaði.

Í eftirmála segir þýðandinn um verkið: „Spilað er á tilfinningar lesandans og honum kastað á milli spaugsemi og alvöru, gleði og sorgar. Vatnsföllin ramma inn söguna og höfundurinn beitir tungutaki fluguveiðimannsins af listfengi við lýsingar á lífinu. Áin streymir um endurminningarnar, hlutar árinnar og veiðin myndhverfast í ljóðrænni frásögn sem laugar hjartarætur lesandans.“