Kvika hefur að geyma upptökur frá tónleikum Agnars Más á jazzhátíð í Reykjavík 2008, þar sem fram komu ásamt honum tveir valinkunnir bandarískir jazzleikarar, þeir Ben Street á kontrabassa og Bill Stewart á trommur. Svo skemmtilega vill til að þeir hafa áður hljóðritað efni með Agnari þegar hann tók upp fyrsta disk sinn í New York og gaf út hjá Fresh Talent útgáfunni árið 2001. Á Kviku diskinum eru 9 tónsmíðar eftir Agnar.
Hljóðritun á tónleikunum og eftirvinnslu annaðist Sveinn Kjartansson. Um ljósmyndun og hönnun umslags sá Högni Sigurþórsson.