Draumalandið

Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson. Draumalandið. Reykjavík: Dimma.

Ný útgáfa af þessari rómuðu plötu, sem kom fyrst út árið 2004. Framúrskarandi samleikur á orgel og saxófón þar sem þessir kunnu listamenn skoða íslensk ættjarðarlög í óvæntu ljósi. Tónsmíðar og túlkun sem á erindi jafnt innan lands sem utan. Efni:  Rís þú, unga Íslands merki (Sigfús Einarsson), Lýsti sól (Jónas Helgason), Nótt – Ný ríkir kyrrð í djúpum dal (Árni Thorsteinsson), Íslands hrafnistumenn (Emil Thoroddsen), Draumalandið (Sigfús Einarsson), Gefðu að móðurmálið mitt (þjóðlag), Hver á sér fegra föðurland (Emil Thoroddsen), Land míns föður (Þórarinn Guðmundsson), Ísland er land þitt (Magnús Þór Sigmundsson), Úr útsæ rísa Íslandsfjöll (Páll Ísólfsson), Fylgd (Sigurður Rúnar Jónsson), Þótt þú langförull legðir (Sigvaldi Kaldalóns), Lofsöngur – Ó, Guð vors lands (Sveinbjörn Sveinbjörnsson).