Shirley Jackson: Líf meðal villimanna.

Shirley Jackson. Líf meðal villimanna. Reykjavík: Dimma, 2015.

Bandaríski rithöfundurinn Shirley Jackson (1916-1965) varð á sínum tíma víðfræg fyrir smásöguna The Lottery en síðar sendi hún frá sér vinsælar skáldsögur sem oftar en ekki sóttu í arf hryllingsbókmennta.

Í þessari heillandi sögu kveður þó við allt annan tón. Sögusviðið er smábær í Vermont-fylki og dregin er upp mynd af kostulegu heimilislífi bandarískrar barnafjölskyldu um miðbik síðustu aldar. Líf á meðal villimanna er sérstæð frásögn sem lætur lítið yfir sér í fyrstu. Undir lygnu yfirborði ísmeygilegrar gamansemi leynist hárfín ádeila á mannlegt samfélag. Þýðandi er Gyrðir Elíasson.