Jóhanna Kristín Yngvadóttir

Ásdís Ólafsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir. Jóhanna Kristín Yngvadóttir. Reykjavík: Dimma, 2019.

Vegleg og löngu tímabær listaverkabók um Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur (1953-1991) sem á örstuttum ferli náði að vekja umtalsverða athygli, enda er framlag hennar til íslenskrar myndlistar bæði mikilvægt og óvenjulegt. Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur fjallar um líf hennar og list, en Oddný Eir Ævarsdóttir nálgast verk hennar með óhefðbundnum og persónulegum hætti.

Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum hennar í Listasafni Íslands.