Í þessari einlægu og opinskáu ljóðabók stendur skáldið næsta berskjaldað, en efnið myndar samhljóma og fimlega fléttaða heild. Litbrigði ljóðanna eru margvísleg og yfirbragðið oftar en ekki létt og leikandi, þótt undirtóninn sé alvarlegur.
Aðalsteinn Ásberg hefur áður sent frá sér á annan tug ljóðabóka, frumsaminna og þýddra, og ljóð hans verið þýdd og birt á fjölda erlendra mála. Nýjustu ljóðverk hans hafa hlotið afbragðs viðtökur, þ.á.m. Hús eru aldrei ein/Black Sky (2011) með ljósmyndum Nökkva Elíassonar, Sálmar á nýrri öld (2010) við tónsmíðar Sigurðar Flosasonar, og Hjartaborg (2007).
Sjálfsmyndir er 84 bls., innbundin. Prentsmiðjan Oddi annaðist prentun, en
Högni Sigurþórsson hannaði útlit.
Verð: 3.400