Nýr dagur er fyrsti geisladiskur Andrésar Þórs í eigin nafni og eingöngu með frumsömdum verkum hans, en tveimur árum áður kom út diskurinn It was a very good year með Hollensk-íslenska tríóinu Wijnen, Winter & Thor. Á þeim diski var m.a. verkið Þórdísardans eftir Andrés, en það var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem jazztónsmíð ársins.
Á Nýjum degi leikur jazzkvartett Andrésar, en auk Andrésar sem leikur á gítar skipa kvartettinn Sigurður Flosason á altó saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.
Nýr dagur var hljóðritaður í hjóðveri FÍH. Upptökumaður var Stefán Örn Gunnlaugsson, en um hljóðblöndun og hljómjöfnun sá Gunnar Smári Helgason. Hönnun umslags var í höndum Kristjáns Freys.