Sólhvörf

Umbra. Sólhvörf. Reykjavík: Dimma, 2018.

Sólhvörf  hefur að geyma 11 íslensk og evrópsk jólalög, flest frá miðöldum. Vetrarsólstöður eða sólhvörf er sá tími ársins þegar sólargangurinn er stystur og nóttin lengst. Frá og með þessum tímamótum, sem hefur verið tilefni hðátíðahalda á norðurhveli jarðar frá örófi alda, birtir smám saman til.

Útsetningar eru nær allar að hætti Umbru, en hana skipa Alexandra Kjeld, Arngerður María Árnadóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Gestaleikarar á Sólhvörfum eru Matthías M.D. Hemstock og Þórdís Gerður Jónsdóttir.

Áður hefur Umbra sent frá sér plötuna Úr myrkrinu sem hlaut frábæra dóma og viðtökur.