Brúin yfir Dimmu

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Brúin yfir Dimmu. (2. útgáfa). Reykjavík: Dimma, 2014.

Á bökkum hinnar illúðlegu Dimmu hafa vöðlungar búið um langan aldur. Friðsöm fjölskyldan í Stöpli er þar engin undantekning, en dag einn verða óvæntir atburðir til þess að hreyfa við yngstu kynslóðinni. Kraki, Míría og Pói litli komast að gömlu leyndarmáli sem opnar þeim leiðina yfir brúna á Dimmu og inn í Myrkland þar sem mannfólkið skelfilega ræður ríkjum.  Myndlýsingar: Högni Sigurþórsson