2016

Ewa Lipska: NEYÐARÚTGANGUR  Ewa Lipska_Neyðarútgangur

Neyðarútgangur er úrval ljóða eftir pólsku skáldkonuna Ewu Lipska. Í bókinni er valið efni úr öllum útgefnum ljóðabókum skáldsins sem er meðal þekktustu samtímaskálda Pólverja. Olga Holwnia valdi efnið og ritstýrði verkinu, en þýðendur eru: Áslaug Agnarsdóttir, Bragi Ólafsson, Magnús Sigurðsson, Olga Holownia og Óskar Árni Óskarsson.

Neyðarútgangur er 139 bls. í sveigjanlegu bandi.

Verð: 2.700,-

Þríleikurinn sem Jon Fosse hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir haustið 2015. ANDVAKA, DRAUMAR ÓLAFS og KVÖLDSYFJA í þýðingi Hjalta Rögnvalssonar.

Þetta magnaða verk fjjallar um ævi og örlög alþýðufólks í Noregi fyrr á tímum.Jon Fosse_Andvaka

Jon Fosse (f. 1959) er einn kunnasti Jon Fosse_Draumar Ólafssamtímahöfundur
Norðmanna. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á Jon Fosse_Kvöldsyfjameira en 40 tungumálum, leikverk hans sviðsett meira en þúsund sinnum og Fosse unnið til fjölda verðlauna bæði í heimalandinu og erlendis. Allt frá fyrstu bók sinni, skáldsögunni Rautt, svart árið 1983, hefur hann helgað sig ritstörfum og sent frá sér skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur og ritgerðasöfn ─ samtals nær 40 bækur.

Sagan Morgunn og kvöld kom út hjá Dimmu 2015 í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, en einnig hafa nokkur verk eftir Fosse verið sett á svið hérlendis, þ.á.m. Sumardagur var sýndur í Þjóðleikhúsinu 2006.

Tilboðsverð, allar saman: 6.000,-

 

MILLI TJRÁNNA eftir Gyrði ElíassonMilli trjánna_kilja2016

Ný kiljuútgáfa af þessari verðlaunabók sem var fyrst gefin út árið 2009 hjá Uppheimum, en fyrir verkið hlaut Gyrðir síðan Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011.

Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna sem sverja sig í ætt við önnur verk Gyrðis. Bókin hefur verið þýdd og gefin út víða og borið hróður höfundarins milli landa. Í bókinni bregður fyrir ýmis konar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminingum og framtíðarsýnum, auk þeirrar ísmeygilegu fyndni sem margir kannast við úr verkum hans. Sögurnar eru þess eðlis að þær má lesa oftar en einu sinni og eins víst að lesandinn uppgötvi eitthvað nýtt í hvert skipti.

259 bls. kilja

Verð: 2.700,-

Hjörtur Pálsson: LJÓÐASAFN Hjörtur Pálsson_LJÓÐASAFN

Heildarsafn frumortra ljóða Hjartar Pálssonar, skálds, þýðanda, útvarpsmanns og prests. Hjörtur gaf út fyrstu ljóðabók sína, Dynfaravísur, árið 1972, en safnið hefur að geyma allar útgefnar ljóðabækur skáldsins, fimm að tölu, auk verðlaunaljóðsins Nótt frá Svignaskarði sem kom út sérprentað, og ennfremur nýja ljóðabók, sem nefnist Ísleysur, með ljóðum frá síðustu tveimur áratugum.

362 bls.innb.

Verð: 5.500,-

Gyrðir Elíasson: LANGBYLGJA – smáprósar Langbylgja cover

Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur borið hróður hans víða. Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.  Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.

270 bls. innb.

Verð: 5.500,-

Gyrðir Elíasson: SÍÐASTA VEGABRÉFIÐ – ljóðVEGABREFID_COV_02

Gyrðir Elíasson sendi frá sér fyrstu ljóðabók bók sína, Svarthvít axlabönd, árið 1983 en fyrsta skáldsaga hans, Gangandi íkorni, kom út 1987. Í aldarþriðjung hefur hann fengist við flestar greinar skáldskapar og verk hans hlotið verðlaun og viðurkenningar, auk þess að vera þýdd og gefin út víða um heim. Síðasta vegabréfið er 15. frumsamda ljóðabók Gyrðis, en úrval ljóða úr fyrri bókum hans kom út haustið 2015.

94 bls. innb.

Verð: 4.900,-

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: SUMARTUNGLsumartungl

Ný ljóð úr smiðju þessa fjölhæfa skálds sem áður hefur sent frá sér ljóð, söngljóð, sálma og fjölda ljóðaþýðinga. Sumartungl er 10. ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, sem rær enn sem fyrr á gjöful mið orða og athafna, þar sem jafnvægis er leitað milli hamingju og harms, ástar og trega.

71 bls. innb.

Verð: 3.900,-

Magnús Sigurðsson: VERÖLD HLÝ OG GÓÐ – ljóð og prósarverold-hly-og-god

Höfundurinn er eitt af fremstu ljóðskáldum sinnar kynslóðar. Hér er á ferðinmni blanda af ljóðum og stuttum prósum um manninn í náttúrunni og náttúruna í manninum, þar sem kallast á kímni og alvara. Veröld hlý og góð er fimmta frumsamda ljóðabók höfundar, sem hlotið hefur afbragðsdóma og verðlaun fyrir verk sín.

73 bls. innb.

Verð: 3.900,-

Willem M. Roggeman: UMMYNDANIR SKÁLDSINS OG FLEIRI LJÓÐummyndanir-skaldsins

í íslenskri þýðingu skáldsins Sigurðar Pálssonar.

Willem M. Roggeman er einn af þekktari höfundum Belga og hefur sent frá sér  ljóð, ritgerðir, endurminningar, leikrit og viðtalsbækur og verk hans verið þýdd á fjölda tungumála.

     „Ummyndanir skáldsins fara fram í tungumálinu og sköpunarmáttur þess knýr þær áfram. Skáldið skapar ljóðheim sinn en með hverju nýju ljóði breytist sá heimur og skapar nýtt skáld“, segir í eftirmála þýðandans.

65 bls. sveigjanleg kápa

Verð: 2.500,-