Agnar Már Magnússon er í fremstu röð íslenskra jazzpíanista og hefur hlotið mikið lof bæði heima og erlendis fyrir fágaðan og frumlegan stíl. Hér sýnir hann á sér nýja og spennandi hlið með frumsömdum tónsmíðum sem vísa beint og óbeint í íslensk þjóðlög.
Meðleikarar Agnars Más á Láði eru þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur, auk blásarasveitar sem skipuð er Sigurði Flosasyni á alt flautu, Stefáni Jóni Bernharðssyni á franskt horn, Rúnari Óskarssyni á bassaklarinett og Rúnari Vilbergssyni á fagott.
Hljóðritun fór fram í Hljóðveri FÍH. Óskar Páll Sveinsson hljóðritaði. Um ljósmyndun og hönnun umslags sá Högni Sigurþórsson.