Kristjana Stefáns

Kristjana Stefánsdóttir lauk með láði námi í djasssöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Kristjana_svhvHollandi vorið 2000 undir handleiðslu Rachel Gold, en áður hafði hún lokið söngnámi við Söngskólann í Reykjavík og sótt einkatíma hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Kristjana hefur einnig lagt stund á nám í söngtækni hjá Cathrine Sadolin í Kaupmannahöfn. Fyrsta geislaplata Kristjönu Ég verð heima um jólin með Kvartett Kristjönu Stefáns kom út 1996, en hún hefur síðan hljóðritað bæði í eigin nafni og sem gestasöngvari og komið reglulega fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónleikum. Sólóplatan Kristjana frá árinu 2001 (gefin út í Japan 2005) var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og einnig Fagra veröld 2002 þar sem hún söng lög Sunnu Gunnlaugsdóttur við ljóð ýmissa höfunda. Einnig söng hún inn á Reykjavíkurplötu Stórsveitar Reykjavíkur sem Veigar Margeirsson útsetti og Guðmundarvöku sem hljóðrituð var á minningartónleikum um Guðmund Ingólfsson djasspíanista.
Kristjana hefur haldið tónleika víða, m.a. í Hollandi, Þýskalandi, Englandi, Finnlandi og Japan. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s