Úrval af lögum fremstu jazzsöngkonu þjóðarinnar frá 15 ára tímabili. Kristjana hefur víða komið við á ferli sínum, sungið sígilda jazztónlist, nýsmíði íslenskra tónskálda, fjörugar þjóðlagaútsetningur og sitt eigið frumsamda efni. Landslið frábærra hljóðfæraleikara kemur við sögu, allt frá einföldum gítarundirleik til Stórsveitar Reykjavíkur. Dúettar með Bubba Morthens, Páli Óskari og Svavari Knúti. Mörg af lögunum á þessum nýja diski hafa lengi verið ófáanleg.