Rúnar Helgi Vignisson: Eftirbátur

Rúnar Helgi Vignisson. Eftirbátur. Reykjavík: Dimma, 2018.

Ægir leitar að sjómanninum föður sínum eftir að bátur hans finnst mannlaus út af Vestfjörðum. Leitarleiðangrar Ægis vekja spurningar um faðernið sjálft í þessum harðbýla heimshluta. Hver er hinn raun-verulegi faðir og hvað mótaði hann? Þarf maður að þekkja söguna til að vita hver maður er? Þetta vefst fyrir Ægi sem lifir og hrærist í núi auglýsingaheimsins og veit „andskotann ekkert um fortíðina“. Í leit sinni fer hann vítt og breitt um stórbrotna náttúru og sögu Vestfjarða þar sem rætur hans sjálfs liggja. Á sama tíma eru teikn á lofti í fjölskyldulífinu og brestir komnir í hina hefðbundnu karlmennskuímynd.

Rúnar Helgi Vignisson hefur sent frá sér skáldsögur og smásagnasöfn sem hlotið hafa afbragðs viðtökur og viðurkenningar. Fyrir síðustu bók sína, Ást í meinum, hlaut hann Menningarverðlaun DV. Hann er einnig afkastamikill og verðlaunaður þýð-andi, auk þess að hafa um árabil haft veg og vanda af ritlistarnámi við Háskóla Íslands.