Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Dvergasteinn. Reykjavík: Dimma, 2018.
Húsið hennar ömmu Karólínu heitir Dvergasteinn. Í garðinum á bakvið það er líka stór og dularfullur steinn sem ber sama nafn. Þegar Ugla heimsækir ömmu sína verður hún margs vísari og gamalt leyndarmál verður til þess að hún kemst í kynni við íbúa steinsins.
Verðlaunabókin Dvergasteinn kom fyrst út árið 1991 og hefur notið mikilla vinsælda. Hún hefur verið þýdd og gefin út á fjölda tungumála, en hér birtist hún að nýju með upphaflegum teikningum Erlu Sigurðardóttur.