Simon Armitage. Þaðan sem við horfum. Reykjavík: Dimma, 2019.
Simon Armitage fæddist árið 1963 í Marsden, nálægt borginni Huddersfield í Jórvíkurskíri á Englandi. Hann býr og starfar skammt frá þessum æskuslóðum sínum. Hann er ljóðskáld og höfundur leikrita, ferðabóka og skáldsagna, auk þess að vera þýðandi sígildra verka og fornenskra bókmennta á nútímaensku. Árið 1994 fetaði hann ásamt Glyn Maxwell í fótspor W.H. Auden og Louis MacNeice á Íslandi, og svöruðu þeir bókinni Letters From Iceland (1937) með verki sínu Moon Country. Ennfremur er Armitage textahöfundur og söngvari hljómsveitarinnar The Scaremongers og hefur kennt ritlist við marga virta háskóla beggja vegna Atlantsála. Simon Armitage hefur hlotið fjölda merkra verðlauna fyrir skáldskap sinn í hinum enskumælandi heimi og var nýverið útnefndur lárviðarskáld Bretlands.
Í þessari tvímála útgáfu birtast ljóð úr nokkrum af bókum Armitage og einnig þýðing á prósatextanum „Norður“. Sigurbjörg Þrastardóttir íslenskaði.