Dark Thoughts

Dark Thoughs er diskur Sigurðar Fllosasonar saxófónleikara og sænska útsetjarans Daniel Nolgårddarkthoughts_cover_nettupppl með Norrbotten stórsveitinni í Svíþjóð.  Á diskinum eru níu lög eftir Sigurð í útsetningum Nolgårds.  Sigurður kemur fram sem einleikari með sveitinni, en Daniel Nolgård stjórnar. Norrbotten stórsveitin er önnur tveggja atvinnustórsveita í Svíþjóð og ein af helstu stórsveitum Evrópu. Hún hefur ferðast víða um heim og komið fram með ýmsum þekktum einleikurum s.s. Joe Lovano, Chris Potter, Peter Erskine og Toots Thielemans, auk leiðandi manna í sænsku jazzlífi. Listrænn stjórnandi sveitarinnar er bandaríski trompetleikarinn Tim Hagans.  Þess má geta að auk Sigurðar leikur gesta-rytmasveit á diskinum, en hana skipa Eyþór Gunnarsson á píanó,  Pétur Östlund á trommur og Christian Spering á bassa.
Dark Thoughts er gefinn út í samstarfi Dimmu á Íslandi og systurfyrirtækisins Dimma Sweden. Tapio Maunuvaara og Peter Fredriksson hljóðrituðu í menningarhúsinu í  Luleå í mars  2008. Hljóðblöndun var í höndum Eyþórs Gunnarssonar og Sigurðar Flosasonar, en Styrmir Hauksson hljóðjafnaði. Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði útlit. Verkefnið naut stuðnings Norræna menningarsjóðins, Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins og Tónmenntasjóðs Rásar 2.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s