Kristín Steinsdóttir: Ljósa

Kristín Steinsdóttir. Ljósa (hljóðbók). Reykjavík: Dimma, 2011.

Skáldsagan Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur hefur hlotið einróma lof og fyrir hana hlaut höfundurinn Menningarverðlaun DV 2010 og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna 2011.

Ljósa elst upp í afskekktri sveit seint á 19. öld. Hana dreymir um framtíð þar sem hamingjan ríkir og sólin skín. En veruleikinn ætlar henni annað; þrátt fyrir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið.

Ljósa er hrífandi frásögn um gleði og sorgir einstakrar konu sem glímir við óvanalegar aðstæður. Kristín Steinsdóttir hefur skrifað fjölda bóka og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Margar af bókum hennar hafa komið út á hljóðbók.