Guð og gamlar konur

Lög úr ýmsum áttum, norræn, frönsk, amerísk og íslensk. Sum þeirra hafa verið lengi á efnisskrá Gud_og_gamlÖnnu Pálínu og flestir söngtextanna eru eftir Aðalstein Ásberg. Hér leika með Önnu Pálínu samstarfsmenn hennar til margra ára þeir Gunnar Gunnarsson á hammondorgel, píanó og rhodes, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Kristinn Árnason á gítar og Pétur Grétarsson á trommur og slagverk. Efni: Guð Skammlausa gamla konan Vorið kom Aðeins vísnasöng (Har du visor min vän?) Vandkvæði (Trubbel) Enginn jafnast á við þig (Kjærlighetsvisa) Sara og Klara Stormskers-Mæja Það var eitt sinn Í sal hans hátignar Náttúrubarn (Nature Boy) Rósin (The Rose)
„Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg hafa löngum verið fundvís á góð lög. Hér eru þau hvert öðru betra og textarnir snjallir og vel ortir….Stundum hefur Anna Pálína kallað músíkina sína vísnadjass. Þá hefur verið meiri djassbragur yfir sumum lögunum en í þetta sinn. … Verður að segjast að sjaldan eða aldrei hefur hún (þ.e. söngkonan) verið betri… Óhætt er að óska aðstandendum til hamingju með prýðilega unninn disk sem örugglega mun ylja mönnum um hjartarætur.“ (IÞK – DV 24.06.2002)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s