Paul Muldoon: Sjö ljóð

Paul Muldoon, Sjö ljóð. Reykjavík: Dimma, 2019.

Paul Muldoon fæddist á Norður-Írlandi árið 1951. Hann hóf skáldferil sinn um tvítugt og hefur sent frá sér um þrjá tugi ljóðabóka. Meðal fjölmargra viðurkenninga sem honum hafa hlotnast eru Pulitzer-ljóðaverðlaunin, Griffin-verðlaunin og hin virtu T.S. Eliot-verðlaun. Muldoon er gjarnan talinn fremsta írska ljóðskáld þeirrar kynslóðar sem kom á eftir Nóbelskáldinu Seamus Heaney en honum tengdist Muldoon vinaböndum. Muldoon hefur verið búsettur vestanhafs um árabil og er ljóðlistarkennari við Princeton-háskólann.

Í ljóðum sínum fléttar Muldoon gjarnan saman vísunum í forna og nýja menningarheima og beinir sjónum norður á bóginn.  Ljóðin í þessari tvímála útgáfu eru ný af nálinni og hafa ekki áður birst í bókarformi. Hér lítur hann meðal annars til Íslands tvennra tíma.  Sjón íslenskaði ljóðin.