
Kristján Hrannar Pálsson er fæddur í Reykjavík árið 1987. Hann nam klassískan píanóleik hjá Ágústu Hauksdóttur og lagði eftir það stund á jazz-píanóleik í FÍH undir handleiðslu Þóris Baldurssonar. Hann hefur leikið fjölbreytta tónlist með ótal hljómsveitum, hvort heldur sem er jazz, popp, prog-rokk, klezmer og þjóðlagatónlist. Á árunum 2010-2012 var hann virkur í sveitinni 1860 sem gaf út breiðskífuna Sagan. Kristján Hrannar hefur einnig sungið og leikið á píanó í Fjórum á palli, ásamt Eddu Þórarinsdóttur, Páli Einarssyni og Magnúsi Pálssyni.