Kristján Hrannar: Anno 2013

Árið 2013 markaði tímamót í ferli Kristjáns Hrannars en þá kom fyrsta sólóplata hans, Anno 2013, út hjá Dimmu. Um var að ræða íslenskt rafpopp með píanóívafi.
Kristján Hrannar Pálsson er fæddur í Reykjavík árið 1987. Hann nam klassískan píanóleik hjá Ágústu Hauksdóttur og lagði eftir það stund á jazz-píanóleik í FÍH undir handleiðslu Þóris Baldurssonar. Hann hefur leikið fjölbreytta tónlist með ótal hljómsveitum, hvort heldur sem er jazz, popp, prog-rokk, klezmer og þjóðlagatónlist. Á árunum 2010-2012 var hann virkur í sveitinni 1860 sem gaf út breiðskífuna Sagan. Kristján Hrannar hefur einnig sungið og leikið á píanó í Fjórum á palli, ásamt Eddu Þórarinsdóttur, Páli Einarssyni og Magnúsi Pálssyni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s