Cornelis Vreeswijk

Söngkonan Guðrún Gunnars fer á kostum á þessari plötu í nýjum túlkunum á ljóðum og lögumcdframhl_72 eftir sænska söngvaskáldið Cornelis Vreeswijk í íslenskum búningi Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.  Það heyrir til tíðinda að verk eftir jafn mikilvirkan og virtan höfund komi fyrst út á íslensku árið 2009, en hugmyndin var að vísu að gerjast um árabil. Ásamt Guðrúnu eru flytjendurnir þeir Tomas „Limpan“ Lindberg, sem leikur á gítar, mandólu og búsúkí, Magnus „Storis“ Holmström, sem leikur á nyckelhörpu og kontrabassahörpu, Dan Berglund, sem leikur á kontrabassa,Valgeir Skagfjörð, sem leikur á píanó, harmónikku og fótstigið orgel og Pétur Grétarsson, sem leikur á slagverk. Auk þess syngur Aðalsteinn Ásberg eitt lag.

Svíarnir þrír sem koma að verkinu eru allir virtir tónlistarmenn. Tomas Lindberg hefur áður unnið með íslenskum tónlistarmönnum, þegar hann ásamt þjóðlagatríóinu Draupner hljóðritaði plötuna Sagnadans með Önnu Pálínu Árnadóttur, Magnus Holmström er margverðlaunaður meistari á nyckelhörpu og bassaleikarinn Dan Berglund er kunnastur fyrir leik sinn með djasstríóinu EST (Esbjörn Svensson Trio).

Geisladiskurinn var tekinn upp í Hljóðrita og sá Guðmundur Kristinn Jónsson um hljóðritun, en Styrmir Hauksson hljómjafnaði. Ólöf Erla Einarsdóttir hannaði umslag og bækling.

Cornelis Vreeswijk (1937-1987) var söngvaskáld, ljóðskáld og leikari, fæddur í IJmuiden í Hollandi, en fluttist 12 ára gamall ásamt foreldrum sínum til Svíþjóðar. Hann ætlaði sér að verða blaðamaður, en tónlistin varð fljótlega helsta viðfangsefni hans. Biturt háð og samfélagsádeila í verkum hans aflar honum sífellt nýrra aðdáenda. Á ferli sínum sendi hann frá sér nokkrar ljóðabækur og á fimmta tug LP platna í Svíþjóð og Hollandi. Auk þess að vera vinsæll tónlistarflytjandi lék hann við góðan orðstír í leikhúsum og kvikmyndum. Cornelis Vreeswijk er jafnan talinn meðal helstu söngvaskálda Svía.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s