2011

Hljóðbækur:

Kristín Steinsdóttir – LJÓSA

Skáldsagan Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur hefur hlotið einróma lof og fyrir hana hlaut höfundurinn Menningarverðlaun DV 2010 og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna 2011.

Ljósa elst upp í afskekktri sveit seint á 19. öld. Hana dreymir um framtíð þar sem hamingjan ríkir og sólin skín. En veruleikinn ætlar henni annað; þrátt fyrir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið.

Ljósa er hrífandi frásögn um gleði og sorgir einstakrar konu sem glímir við óvanalegar aðstæður..

Kristín Steinsdóttir hefur skrifað fjölda bóka og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Margar af bókum hennar hafa komið út á hljóðbók.

Höfundur les.

Ljósa er  5:20  klst. Að lengd á einum mp3 diski, sem hægt er að spila í öllum dvd spilurum, tölvum og mp3 spilurum.

Verð: 3.490,-

Gyrðir Elíasson – MILLI TRJÁNNA

Smásagnasafnið Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011, í lestri Sigurðar Skúlasonar leikara.Sögurnar sem eru 47 talsins einkennast af þeim áreynslulausa og myndríka stíl sem prýðir verk höfundarins. Í þeim kallast umfjöllunarefnin ennfremur á við fyrri sögur Gyrðis og bregður fyrir ýmisskonar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminningum og framtíðarsýnum.

Milli trjánna undirstrikar þá markvissu þróun sem orðið hefur í sagnaveröld Gyrðis í átt til eindregnari efnistaka, um leið og við erum minnt á grunngildi tilvoru okkar í þessum fjölbreytti en þó heildstæðu smásögum.

Hljóðbókin er  5:40  klst. að lengd á einum mp3 diski, sem hægt er að spila í öllum dvd spilurum, tölvum og mp3 spilurum.

Verð: 3.490,-

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s