Obbosí

Plata með frumsaminni tónlist fyrir yngstu hlustendurna. Höfundur og flytjandi er Kristjana Skúladóttir, söng- og leikkona. Á OBBOSÍ eru 14 ný grípandi lög með skemmtilegum textum, samin með það í huga að yngstu börnin skilji. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytileg en eiga það sameiginlegt að lýsa heiminum með augum barnsins í sinni einföldu mynd og hlutum sem það lærir snemma að þekkja. Litríkt og skemmtilegt textahefti með myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur fylgir með.

Kristjönu til fulltingis er einvala lið hljóðfæraleikara: Agnar Már Magnússon, píanó, hljómborð, marimba og harmónikka, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Gunnar Hrafnsson, kontrabassi og Einar Scheving, trommur. OBBOSÍ er fyrsti geisladiskur Kristjönu.

OBBOSÍ var hljóðrituð í hljóðveri FÍH. Agnar Már Magnússon Stjórnaði upptökum en upptökumaður var Styrmir Hauksson. Um hljóðblöndun og hljómjöfnun sá Gunnar Smári Helgason. Myndskreytingar og hönnun umslags var í höndum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur.