Sálmar tímans

Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson. Sálmar tímans. Reykjavík: Dimma, 2010.

Fjórði diskur tvíeykisins Sigurðar Flosasonar saxófónleikara og Gunnars Gunnarssonar organista er kominn út og nefnist Sálmar tímans og kom út haustið 2010.  Á diskinum er að finna 13 útsetningar Gunnars og Sigurðar á ólíkum sálmalögum, en spuni er sem fyrr miðlægur í nálgun dúósins.  Sálmar tímans er nokkurskonar sjálfstætt framhald af Sálmum lífsins, en eins og þar er hér spunnið um ólíka sálma, innlenda og erlenda, gamla og nýja, vinsæla og lítt þekkta.