Arnar Herbertsson

Æsa Sigurjónsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Ólafur Gíslason. Arnar Herbertsson. Reykjavík: Dimma, 2017.

Glæsilegt verk um málarann Arnar Herbertsson (f. 1933), sem var á sínum tíma virkur í SÚM og tók þátt í samsýningum þess hérlendis og erlendis. Um tíma dró hann sig í hlé en hefur allt frá árinu 1990 verið ötull á sínu sviði, notið vaxandi virðingar og verk hans verið sýnd innan lands og utan.

Bókin spannar hálfrar aldar feril þessa einstaka listamanns, sem Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur gerir ítarleg skil. Ríkulegt myndefni.