Magnús Sigurðsson. Íslensk lestrarbók. Reykjavík: Dimma, 2019.
Í þessu fjölskrúðuga textasafni kemur höfundurinn Magnús Sigurðsson lesandanum sífellt á óvart. Átakalítið hversdagslíf, örsögur með óljósan boðskap, vísanir sem fara um víðan völl bókmennta og lista, óvenjuleg dagbókarbrot kanadískrar myndlistarkonu, íslenskt mál og ljóðrænar smámyndir af veröld sem var. Allt rúmast þetta innan sömu spjalda. Að auki er svo kostulegur kafli þar sem fótboltaíþróttin fær að njóta sín með alveg nýjum hætti.
Íslensk lestrarbók kallast á við Tregahandbókina, sem hlaut lofsamlega dóma og var meðal annars sögð „ein allra skemmtilegasta og áhugaverðasta“ bók ársins 2018, „afar öflugur seiður“ sem ætti erindi við hugsun okkar.