
Friðrik Snær Friðriksson gaf bókinni fjórar stjörnur í dómi í Lestarklefanum og sagði meðal annars: „43 smámunir er einstaklega fjölbreyttur og hressandi lestur. Sögurnar eru sumar ljóðrænar, aðrar raunsæjar og allflestar eru með sitt einstaka andrúmsloft. Það er í raun ótrúlegt hvað Katrinu tekst vel til að skapa heilan söguheim og þrívíðar persónur í svo fáum orðum.“