Sigurður Flosason

Sigurður Flosason (f. 1964) lauk einleikaraprófi á saxófón frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1983. Hann stundaði framhaldsnám í klassískum saxófónleik og jazzfræðum við Indiana University í Bandaríkjunum og lauk þaðan Bachelorsprófi 1986 og Mastersprófi 1988. Sigurður stundaði einkanám hjá George Coleman í New York veturinn 1988-1989. Hann hefur verið aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH í Reykjavík frá 1989.

 

Sigurður hefur tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum og leikið talsvert erlendis. Á Íslandi hefur hann starfað með ýmsum hljómsveitum við flestar gerðir tónlistar, verið ötull við tónleikahald, leikið inn á geisladiska ólíkra listamanna og starfað í leikhúsum, auk ýmissa félags- og stjórnunarstarfa tengdum tónlist. Sigurður hefur þrívegis verið kjörinn jazzleikari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Sigurður hefur þannig um árabil verið meðal atkvæðamestu jazztónlistarmanna þjóðarinnar. Hann hefur gefið út á annan tug geisladiska í eigin nafni, en helstu hljóðritanir hans eru:

Sigurður Flosason Quintet: Gengið á lagið/Roads to a distant Place (Jazzis 1993)
Sigurður Flosason Quintet: Gengið á hljóðið/Sounds from Afar (Jazzis1996)
Sigurður Flosason Trio: Himnastiginn/Stairway to the Stars (Dimma 1999)
Sigurður Flosason/Gunnar Gunnarsson: Sálmar lífsins/Hymns of Life (Dimma 2000)
Sigurður Flosason/Gunnar Gunnarsson: Sálmar jólanna/Hymns of Christmas (Dimma2001)
Sigurður Flosason Trio: Djúpið/The Abyss (Dimma 2001)
Sigurður Flosason/Pétur Grétarsson: Raddir þjóðar/Voices of a Nation (Dimma 2002)
Sigurður Flosason/Jóel Pálsson: Stikur/Stikur (Smekkleysa 2003)
Sigurður Flosason/Gunnar Gunnarsson: Draumalandið/The Dreamland (Dimma 2004)
Sigurður Flosason Quartet: Leiðin heim/Heading Home (Dimma 2005)
Siguðrur Flosason Quartet og Kristjana Stefánsdóttir: Hvar er tunglið? (Dimma 2006).
Trisfo: The North Atlantic Empire (LDR 2007)
Sigurður Flosason/Jóel Pálsson Quartet: Shanghai (Zonet 2007)
Sólrún Bragadóttir/Sigurður Flosason: Dívan og jazzmaðurinn (Dimma 2007)
Sigurður Flosason Quartet: Bláir skuggar/Blue Shadows (Dimma 2007)
Sigurður Flosason Quartet: Blátt ljós/Blue Light (Dimma 2008)
Sigurður Flosason og Sinfóníuhljómsveit Íslands: Spunakonstertar (Dimma 2008)
Sigurður Flosason og Norrbotten Big Band: Dark Thoughts (Dimma 2009)
Sigurður Flosason/Ragnheiður Gröndal/Egill Ólafsson: Það sem hverfur (Dimma 2009)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s