Hübbe og Meisler: Norður

Camilla Hübbe og Rasmus Meisler. Norður. Þýð. Hallur Þór Halldórsson.

Norræn goðafræði og gleymdar kynjaverur vakna til lífsins, þegar Norður sem er 14 ára leggur af stað í leit að horfinni móður sinni. Á leiðinni hittir hún skapanornirnar þrjár og íkornastrákinn Ratatosk sem vísar henni veginn til Niflheims. Þar í iðrum Jarðar er drekinn Níðhöggur í þann veginn að ráðast að rótum lífstrésins Yggdrasils. Smám saman uppgötvar Norður að Jörðin er við það að farast, og að hún ein getur komið til bjargar.

Á spennandi hátt er hinum gamla ævintýraheimi komið á framfæri en jafnframt lögð áhersla á líðandi stund og þá baráttu sem menn þurfa að heyja til að tryggja mannkyninu örugga framtíð. Dönsku höfundarnir Camilla Hübbe og Ramus Meisler eru hér á heimavelli svo Norður er í senn sannfærandi og kraftmikil.