Dvergasteinn, 1991 (2. útg. 2002)
Húsið hennar ömmu Karólínu heitir Dvergasteinn. Uglu finnst það vera flottasta hús í heimi. En það er líka dularfullt og stóri steinninn úti í garði ekki allur þar sem hann er séður. Að þessu kemst Ugla þegar hún heimsækir ömmu. Uglu verður það líka ljóst að vandræði íbúa steinsins getur enginn leyst nema hún.
Fyrir Dvergastein hlaut höfundurinn verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins 1991. Dvergasteinn hefur verið þýdd og gefin út á dönsku, sænsku, finnsku og eistnesku.
Það er Halli, tæplega 12 ára, sem segir söguna. Allt byrjar með því að Gúndína frænka, ömmusystir hans, kemur í heimsókn og gefur litlabróður hans, honum Frikka, forláta spiladós. Nóttina eftir hverfur Frikki og spiladósin og nú fara ævintýrin að gerast …
UPPSELD!
Óðinn og Logi eiga heima í þorpinu Litluvík. Kobbi gamli í smiðjunni segir þeim söguna um fjársjóð Ráðhildar ríku og að ekki megi hrófla við Skiphólnum því þá brenni bærinn í Litluvík. En sagan er gömul og býlið Litlavík ekki lengur til. Strákarnir taka áhættuna og fara að leita fjársjóðsins en dragast um leið inn í spennandi atburðarás þar sem þeir kljást ekki eingöngu við dularfull álög heldur einnig hættulegan afbrotamann. Álagaeldur er skemmtileg og spennandi saga fyrir börn á aldrinum 7 – 12 ára.
„Höfundur segir mjög vel frá, hratt og lipurt. … Vel sagt, skemmtilegt ævintýri, sem gleðja mun lesendur.“ (SHG – Mbl. 8.12.1993)
UPPSELD!
Það á að selja gamla, fína húsið hans afa og sá sem kaupir ætlar að höggva öll stóru trén í garðinum. Skógarpúkinn Pansjó fær Börk og vini hans til að hjálpa sér við að bjarga trjánum. En hvernig eiga venjulegir krakkar og skógarpúki að bjarga risastórum trjám? Ekki geta tré gengið eða hlaupið. Eða hvað? Ekki er allt sem sýnist og félagarnir leggja upp í ferðalag sem verður furðulegt í meira lagi.
Bókin er 102 bls. innb. Myndskreytingar Brynja Dís Björnsdóttir.
Umsagnir:
„Sagan er mjög lipurlega skrifuð. Textinn er leikandi léttur, sagan spennandi og frásögnin öll vel ofin, þétt og sannfærandi… Höfundur tekur skemmtilega afstöðu með trjánum og eflaust munu ungir lesendur horfa á stór, gömul og virðuleg tré með öðrum augum eftir að hafa lesið söguna um furðulega ferðalagið.“ (Sigrún Klara Hannesdóttir – Mbl. 29.11.1996)
„Auk þess að bera boðskap er sagan frábærlega vel skrifuð. Af tungu persónanna streymir stuðlamál hvað þá annað og orðaleikjum bregður fyrir. Myndskreyting sögunnar er til eftirbreytni.“ (Anna Dóra Antonsdóttir – Helgarpósturinn 5.12.1996)
Mángalíu búa vöðlungarnir í sátt og samlyndi og á Stöpli undir Brúarsporði, þar sem þessi saga gerist, hefur allt ævinlega verið með kyrrum kjörum. En Kraka og Míríu þyrstir í ævintýri og dularfulli lykillinn sem þau veiða upp úr gruggugum hylnum undir Dunufossi setur svo sannarlega viðburðaríka atburðarás af stað. Spennandi ævintýrasaga úr smiðju Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem þekktur er fyrir vandaðar og skemmtilegar barnabækur. Halldór Baldursson skreytir bókina líflegum teikningum.
UPPSELD!
Ljósin í Dimmuborg, 2002
Í Dimmuborg í Mángalíu býr Míría með mömmu sinni. Borgin er heillandi en samt er eitthvað öðruvísi en það á að vera. Ásamt Kraka, uppeldisbróður sínum, fer Míría á stúfana til að komast að rótum vandans og böndin beinast að víðerniskristalnum í Stjörnuturninum. Er hann kannski horfinn? Dularfulla kortið og auga fuglsins í turninum vísa þeim á Myrkland – en þora þau þangað? Ljósin í Dimmuborg er sjálfstætt framhald af ævintýrabókinni vinsælu Brúin yfir Dimmu. Halldór Baldursson myndskreytti.
UPPSELD!
Blóð og hunang – hljóðbók – 2004
Fjórar dularfullar og spennandi smásögur þar sem takast á fortíð og nútíð, ævintýri og veruleiki svo úr verður eftirminnileg blanda krydduð norrænni goðafræði og íslenskri þjóðtrú. Sögurnar heita Töfrataflið, Blóð og hunang, Skógarævintýri og Út í bláa nóttina
Rumur í Rauðhamri, 2004
Ein af smábókum Námsgagnastofnunar sem einkum eru ætlaðar börnum á yngsta stigi grunnskólans og eru að læra að lesa. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða barnanna með innihaldsríkum texta og ríkulegum myndskreytingum þrátt fyrir einfalda framsetningu.
Þetta er sagan um Dag sem fer með foreldrum sínum í ferðalag og verður fyrir óvæntri reynslu.
Romsubókin, 2005
Romsubókin er barna- og fjölskyldubók eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson með myndromsum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur. Í bókinni tekur Aðalsteinn upp þráðinn þar sem þulum fyrri tíma sleppir og spinnur langar romsur um allt mögulegt á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. Í myndlýsingunum eru einnig farnar ótroðnar slóðir. Hér er sannkölluð fjölskyldubók á ferðinni, enda höfundurinn þekktur fyrir frumleg ljóðverk á borð við Berrössuð á tánum og Bullutröll.
Ævintýri úr Nykurtjörn – hljóðbók -, 2006
Þetta ævintýri kom fyrst út á hljómplötu árið 1984 en sagan fylgdi með í bókarformi. Þetta var fyrsta bók höfundar ætluð börnum og fyrirrennari margra viðameiri sagna úr smiðju hans. Tónlistina sömdu Bergþóra Árnadóttir og Geir-Atle Johnsen. Á sínum tíma var einnig gerð sjónvarpsmynd við söguna og hún var sviðsett af Symre Musikk Teater í Noregi 1985. Hér kemur ævintýrið út öðru sinni og nú í lestri höfundar, en tónskreytt með upphaflegum hljóðritunum á Nykursöngvunum.
Nýstárleg ljóðabók fyrir börn á öllum aldri. Yrkisefnin eru af ýmsum toga og fortíð og nútíð fléttast saman. Þjóðleg stef, romsur og óhefðbundin kvæði kallast á. Bókin er prýdd veglegum litmyndum eftir Lindu Ólafsdóttur, sem lauk mastersnámi í myndskreytingum frá Academy of Art university í San Francisco og útskrifaðist með hæstu einkunn.
Einnig til sem hljóðbók.
Þríleikurinn:
Brúin yfir Dimmu – Ljósin í Dimmuborg – Dimmubókin, 2014
Sagnabálkurinn um ævintýri vöðlunganna í Mangalíu loksins í endanlegri útgáfu.