Anna Pálína Árnadóttir

Anna Pálína Árnadóttir (1963-2004) var ein dáðasta og vinsælasta vísnasöngkona á Íslandi. Á Anna Pálína minnimynd_medhringstuttum ferli náði hún að skapa sér sérstöðu meðal íslenskra söngkvenna. Efnisskrá hennar var fjölbreytt og spannaði allt frá hefðbundinni norrænni vísnatónlist yfir í íslensk sönglög, þjóðlög, barnatónlist, sálma og djasstónlist. Hún var einnig þjóðþekkt fyrir dagskárgerð sína í útvarpi og árið 2004 kom út bók hennar Ótuktin sem vakti mikla athygli en þar sem hún fjallaði um sambúðina við Kröbbu frænku. Anna Pálína lést úr krabbameini á hátindi ferils síns aðeins 41 árs að aldri. Helstu hljóðritanir: Á einu á máli (ásamt Aðalsteini Ásberg) 1992, Von og vísa (ásamt Gunnari Gunnarssyni) 1994, Fjall og fjara (ásamt Aðalsteini Ásberg) 1996, Berrössuð á tánum (ásamt Aðalsteini Ásberg) 1998, Bláfuglinn 1999, Bullutröll (ásamt Aðalsteini Ásberg) 2000, Guð og gamlar konur 2002, Sagnadans (ásamt Draupner) 2004, Komdu að syngja – DVD (ásamt Gunnari Gunnarssyni) 2006Anna Pálína – BEZT 2011, Lífinu ég þakka (2 cd) á tónleikum og heimavelli) 2013.

Anna Pálína lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1983 og B.ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1988. Hún stundaði ennfremur tónlistarnám við Tónlistarskóla FÍH á árunum1990-1994 og hjá einkakennurum, innlendum sem erlendum. Anna Pálína var kennari við Austurbæjarskóla 1988-1990 og lausráðinn dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu frá 1992 til 2004. Hún var afkastamikil á tónlistarsviðinu, hélt tónleika víða innanlands og utan jafnt fyrir börn og fullorðna, kom fram fyrir Íslands hönd á norrænum tónlistarhátíðum og var ötull talsmaður norrænnar vísnatónlistar. Hún sat í stjórn tónlistarfélagsins Vísnavina 1992-1998 og var formaður félagsins 1993-1998. Þá var hún framkvæmdastjóri Norrænna vísnadaga 1994 og 1996. Auk þess rak hún útgáfufyrirtækið Dimmu ásamt eiginmanni sínum frá 1992. Anna Pálína hlaut viðurkenningu Íslandsdeildar IBBY árið 1999 fyrir barnaplötuna Berrössuð á tánum. Einnig hlaut hún starfslaun listamanna árið 2000 og starfslaun Reykjavíkurborgar 2002. Plata hennar Guð og gamlar konur var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003.

GEISLADISKAR:

LÍFINU ÉG ÞAKKA (2013)

LÍFINU ÉG ÞAKKA (2013), 2 cd

 

 

 

 

 

 

 

 

Verð: 2.500,-

DIM 50 AP_Bezt

Anna Pálína – BEZT (2011)

Verð: 2.000,-
Sagnadans

SAGNADANS (2004)

Verð: 2.500,-

Gud_og_gaml

GUÐ OG GAMLAR KONUR (2002)

Verð: 1.500,-
FIL198

BLÁFUGLINN (1999)

Uppseld!
Fjall_og_fjara

FJALL OG FJARA (1996)

Verð: 1.500,-

 

FIL219

VON OG VÍSA (1994)

Verð: 2.000,-

FIL231

Á EINU MÁLI (1992).

Uppseld!
BULLUTRÖLL (2000)

BULLUTRÖLL (2000)

BERRÖSSUÐ Á TÁNUM (1998)

BERRÖSSUÐ Á TÁNUM (1998)

Barnaefni_pakki_lítil         Saman í pakka ásamt DVD, aðeins  3.000,- krónur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s