Dimma

stofnuð 1992

Anna Pálína Árnadóttir

Anna Pálína Árnadóttir (1963-2004) var ein dáðasta og vinsælasta vísnasöngkona á Íslandi. Á Anna Pálína minnimynd_medhringstuttum ferli náði hún að skapa sér sérstöðu meðal íslenskra söngkvenna. Efnisskrá hennar var fjölbreytt og spannaði allt frá hefðbundinni norrænni vísnatónlist yfir í íslensk sönglög, þjóðlög, barnatónlist, sálma og djasstónlist. Hún var einnig þjóðþekkt fyrir dagskárgerð sína í útvarpi og árið 2004 kom út bók hennar Ótuktin sem vakti mikla athygli en þar sem hún fjallaði um sambúðina við Kröbbu frænku. Anna Pálína lést úr krabbameini á hátindi ferils síns aðeins 41 árs að aldri. Helstu hljóðritanir: Á einum á máli (ásamt Aðalsteini Ásberg) 1992 Von og vísa (ásamt Gunnari Gunnarssyni) 1994Fjall og fjara (ásamt Aðalsteini Ásberg) 1996 Berrössuð á tánum (ásamt Aðalsteini Ásberg) 1998 Bláfuglinn, 1999 Bullutröll (ásamt Aðalsteini Ásberg) 2000 Guð og gamlar konur, 2002 Sagnadans (ásamt Draupner) 2004 Komdu að syngja – DVD (ás. Gunnari Gunnarssyni), 2006 Anna Pálína – BEZT, 2011 Lífinu ég þakka (2 cd) á tónleikum og heimavelli, 2013>

LÍFINU ÉG ÞAKKA (2013)

LÍFINU ÉG ÞAKKA (2013)

Anna Pálína - BEZT (2011)

Anna Pálína – BEZT (2011)

SAGNADANS (2004)

SAGNADANS (2004)

GUÐ OG GAMLAR KONUR (2002)

GUÐ OG GAMLAR KONUR (2002)

BULLUTRÖLL (2000)

BULLUTRÖLL (2000)

BLÁFUGLINN (1999)

BLÁFUGLINN (1999)

BERRÖSSUÐ Á TÁNUM (1998)

BERRÖSSUÐ Á TÁNUM (1998)

FJALL OG FJARA (1996)

FJALL OG FJARA (1996)

VON OG VÍSA (1994)

VON OG VÍSA (1994)

Á EINU MÁLI (1992)

Á EINU MÁLI (1992)

   Anna Pálína lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1983 og B.ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1988. Hún stundaði ennfremur tónlistarnám við Tónlistarskóla FÍH á árunum1990-1994 og hjá einkakennurum, innlendum sem erlendum. Anna Pálína var kennari við Austurbæjarskóla 1988-1990 og lausráðinn dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu frá 1992 til 2004. Hún var afkastamikil á tónlistarsviðinu, hélt tónleika víða innanlands og utan jafnt fyrir börn og fullorðna, kom fram fyrir Íslands hönd á norrænum tónlistarhátíðum og var ötull talsmaður norrænnar vísnatónlistar. Hún sat í stjórn tónlistarfélagsins Vísnavina 1992-1998 og var formaður félagsins 1993-1998. Þá var hún framkvæmdastjóri Norrænna vísnadaga 1994 og 1996. Auk þess rak hún útgáfufyrirtækið Dimmu ásamt eiginmanni sínum frá 1992. Anna Pálína hlaut viðurkenningu Íslandsdeildar IBBY árið 1999 fyrir barnaplötuna Berrössuð á tánum. Einnig hlaut hún starfslaun listamanna árið 2000 og starfslaun Reykjavíkurborgar 2002. Plata hennar Guð og gamlar konur var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003. Á síðustu misserum vakti Anna Pálína mikla athygli með fyrirlestrum sínum um að lifa með hinum óboðna gesti krabbameini og bók hennar um það efni, Ótuktin, kom vorið 2004.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s