2013

Ekkert nema strokleður eftir Mazen MaaroufEkkert nema strokledur_litil

Ljóðabókin Ekkert nema strokleður er eftir palestínska skáldið Mazen Maarouf, sem hefur verið búsettur  í Reykjavík frá því síðla árs 2011. Bókin er tvímála útgáfa á arabísku og íslensku. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Kári Tulinius og Sjón íslenskuðu ljóðin.

 Mazen Maarouf  fæddist árið 1978 í Beirút í Líbanon. Hann lauk meistaranámi í efnafræði frá raunvísindadeild Háskólans í Líbanon, en sneri sér fljótlega að ritlist. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 2000, en síðan hefur hann sent frá sér tvær ljóðabækur og skáldsaga eftir hann er væntanleg innan tíðar. Einnig hefur hann fjallað um bókmenntir og listir í arabískum blöðum og tímaritum. Á undanförnum misserum hefur hann auk þess unnið að þýðingum á íslenskra bókmennta á arabísku. Mazen Maarouf vRr gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2013.

Ekkert nema strokleður er 71 bls. Bókarkápu prýðir mynd eftir höfundinn. 

Verð: 2.500,-

Náttúruleg skáldsaga eftir Georgi GospodinovNáttúruleg sk

Náttúruleg skáldsaga eftir búlgarska rithöfundinn Georgi Gospodinov er í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Þetta er óvenjuleg, margslungin og heillandi skáldsaga sem fellur utan hefðbundins ramma skáldskapar, en á sér djúpar rætur í heimi popplistar, sígildrar heimspeki og bókmennta. Opinská, einlæg og rambar jafnvel stundum á barmi sturlunar.

Georgi Gospodinov fæddist í Búlgaríu 1968. Auk Náttúrulegrar skáldsögu hefur hann sent frá sér ljóðabækur, smásagnasafn og leikrit. Fyrsta ljóðabók hans, Lapidarium (1992), hlaut verðlaun sem besta frumraun, en henni fylgdi skáldið eftir með Einmennings kirsuberjatré (1996) sem vann til bókmenntaverðlauna Búlgarska rithöfundasambandsins. Tvær ljóðabækur fylgdu í kjölfarið: Bréf til Gaustin (2003) og safnútgáfan Ballöður og brotalamir (2007). Ljóð hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála og m.a. verið gefin út á þýsku, portúgölsku og tékknesku. Með Náttúrulegri skáldsögu (1999) sló Georgi Gospodinov í gegn svo um munaði og verk hans hafa notið sívaxandi vinsælda síðan.  Georgi Gospodinovvar á Bókmenntahátíð í Reykjavík  2013.

Náttúruleg skáldsaga er 160 bls. Högni Sigurþórsson hannaði bókarkápu.

Verð: 2.500

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s