Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson: 500 dagar af regni

Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson er 26 ára Kópavogsbúi og hefur áður birt sögur og greinar í tímaritum. 

500 dagar af regni er hans fyrsta bók, safn níu smásagna úr íslenskum samtíma þar sem dregin eru fram lykilaugnablik í lífi fólks.  Í gagnrýni um bókina segir Rebekka Sif Stefánsdóttir meðal annars: „Í bókinni eru níu fjölbreyttar smásögur en dauðinn og myrkrið er nærri í flestum þeirra. Flestar þeirra koma til okkar úr hversdagsleikanum en ein sagnanna hefur súrrealískari blæ og skar sig úr hópnum. Það er sagan „Veröld ný og blaut“ þar sem ungur maður vaknar að morgni og sér að borgin hafi horfið í sjó um nóttina. … Að mínu mati er þetta ein sterkasta sagan í smásagnasafninu og áhugavert verður að fylgjast með hvaða stefnu þessi nýi höfundur tekur í sínum næstu verkum.“

Bókin hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2020.