Minningarsjóður Önnu Pálínu Árnadóttur, söngkonu, var stofnaður að henni genginni í árslok árið 2004. Tilgangur hans er að verðlauna listamenn sem skara fram úr á sviði vísnatónlistar, ekki síst unga og upprennandi tónlistarmenn, en sjálf var Anna Pálína merkisberi vísnatónlistar á ferli sínum.