Lavinia Greenlaw. Kennsl

Lavinia Greenlaw. Kennsl. Reykjavík: Dimma, 2019.

Lavinia Greenlaw fæddist í London árið 1962 og hefur lengstum verið búsett þar. Hún hefur verið í fremstu röð enskra ljóðskálda á síðustu áratugum, en auk ljóða samið skáldsögur, óperutexta og úrvarpsleikrit. Hún er menntuð í myndlist og listfræði og hefur skrifað um tónlist og samið hljóðverk. Þessi fjölhæfni í miðlun og ígrundun um mismunandi skynjun og næmi setur víða svip sinn á ljóðaheim hennar. Greenlaw er margverðlaunaður rithöfundur. Hún er einnig eftirsóttur kennari í ritlist og hefur um árabil starfað á því sviði við virta háskóla.

Í bókinni Questions of Travel (2011) kallast ljóðin á við valin brot úr dagbókum Williams Morris úr Íslandsför hans. Norðrið leitar víðar fram í verkum Greenlaw , meðal annars í því úrvali ljóða sem hér birtist undir heitinu Kennsl. Magnús Sigurðsson íslenskaði