Kristjana Stefáns og Agnar Már flytja sígild popplög í nýjum djassútsetningum ásamt Drew Gress á bassa og John Hollenbeck á trommur.
„Stórkostleg djassgeggjun! Ég er heilluð upp úr skónum.“
* * * * * Heiða – Blaðið
Á Ég um þig eru 11 lög, sem flest nutu mikilla vinsælda á tímum nýbylgju og rómantíkur, þ.á.m. Abba-lagið Knowing me, Knowing You og Owner Of a Lonely Heart sem hljómsveitin Yes flutti í eina tíð, All I Want Is You úr smiðju U2 og Radiohead lagið No Surprises. Titillag plötunnar samdi Agnar Már, en textinn við það er eftir Arinbjörn Vilhjálmsson.