Ófelía

Kristjána Stefnáns (Bambaló). Ófelía. Reykjavík: Dimma, 2016.

Kristjana Stefáns er löngu landskunn söngkona á jazzvísu, en Ófelía er fyrsta frumsamda platan sem hún sendir frá sér og notar hún hér listamannsnafnið Bambaló. Á plötunni eru ellefu ný lög, öll eftir Kristjönu, en textarnir eru ýmist eftir hana eða Berg Þór Ingólfsson. Kristjana og Daði Birgisson útsettu efnið, en upptökustjórn og hljóðblöndun annaðist Daði Birgisson. Hljómjöfnun var í höndum Mandy Parnell.

Kristjana Stefáns syngur og leikur á píanó, rhodes píanó og Moog hljóðgervil, Daði Birgisson leikur á bassa, synthabassa og hljóðgervla, Daníel Helgason á gítara, Kristinn Snær Agnarsson og Bassi Ólafssona sjá um trommur og slagverk, og Pétur Sigurðsson leikur á kontrabassa. Þá syngur Arnar Guðjónsson dúett með Kristjönu í laginu „For all time“ og Svavar Knútur syngur raddir í þremur lögum.