Í rauðum loga er titillinn á fyrsta geisladisk Þorgerðar Ásu. Á honum eru 11 lög, ýmist frumsamin eða aðfengin, en þar á meðal eru nokkur norræn lög með nýjum íslenskum textum.
Meðal höfunda sem eiga efni á plötunni eru Aðalsteinn Ásberg, Eivør Pálsdóttir, Mats Paulson, Iðunn Steinsdóttir, Lasse Tennander og Barbara Helsingius. Ásamt Þorgerði Ásu syngja þau Álfgrímur Aðalsteinsson og Vigdís Hafliðadóttir í þremur lögum.
Hljóðfæraleik annast Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Erik Qvick á slagverk og Matti Kallio á harmónikku og flautur, og María Magnúsdóttir syngur bakraddir. Tónlistin var hljóðrituð í Stúdíó Paradís í júní/júlí 2020, en eftirvinnsla og hljóðblöndun fór fram í hljóðverinu Fireland. Bjarni Bragi Kjartansson hljómjafnaði. Umslag hannaði Sigríður Hulda Sigurðardóttir, en ljósmyndir tók Magnús Andersen.