George MacKay Brown. Einmunatíð og fleiri sögur.
Í þessu rómaða smásagnasafni lýsir Orkneyjaskáldið George Mackay Brown með eftirminnilegum hætti lífi og örlögum fólks sem oftar en ekki býr við kröpp kjör og heyir harðvítuga baráttu við náttúruöflin. Sögusviðið er eyjarnar fyrir norðan Skotland og margt minnir óneitanlega á Ísland fyrri tíma, þegar sjómenn og kotbændur unnu hörðum höndum til að framfleyta sér og sínum.
Einmunatíð og fleiri sögur kom fyrst út á frummálinu fyrir réttri hálfri öld og hlaut þegar afbragðs viðtökur. Með henni festi Mackay Brown sig í sessi meðal markverðustu sagnaskálda Skota á síðustu öld, enda bókin löngu orðin sígild. Þýðandi er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.